7. bekkur 2016-2017

Vinir eru bestir
RSS icon Email icon

How to make your post to appear right here?

If you want to list your posts here, you should go to you theme's options (Appereance => Theme Options) and put the category's id. Please note that if the category doesn't consist any posts, you'll be still seeing sample posts.

Sample photo Sample photo thumb

How to assign a picture to a featured post?

Select a post & click edit through your admin panel. Scroll down to the section named "Custom fields" then create a field named "picture" and the value should contain a path where you stored a picture. You may also create a custom field named "url" just in case you want to link your post elsewhere.

Sample photo #2 Sample photo #2 thumb

About this theme

Did you know that featured posts may contain up to 3 lines of text. This theme is built using CSS framework "Blueprint". The featured posts is based on "SmoothGallery" which is based on "MooTools" - a javascript framework.

Sample photo #2 Sample photo #2 thumb
 • Skóla slitið föstudaginn 1. júní 2018

  Posted on júní 5th, 2018 gudbjorg No comments

  Skólanum var slitið í dag og mynd tekin af því tilfefni. Miðstiginu lokið og við tekur unglingastigið. Glæsilegt það!
  Krakkarnir fá nýjan umsjónarkennara næst haust og ég kveð hópinn eftir fjögur skemmtileg og hressileg ár. Ég er auðvitað strax farin að sakna ykkar en það eru spennandi tímar framundan hjá ykkur sem ég vona að gangi sem allra best. Kærar þakkir fyrir allt og allt. Áfram þið!

  IMG_5730

 • Skólaslit 2018

  Posted on júní 1st, 2018 gudbjorg No comments

  Jæja þá kom að því……miðstiginu lokið! Takk, elsku allir, fyrir skemmtilegar og fjörugar samverustundir. Njótið sumarfrísins og gangi ykkur sem allra best á unglingastiginu.

 • Vorferð í Rangárvallasýslu

  Posted on júní 1st, 2018 gudbjorg No comments

  Góður dagur og loksins ekki rigning á þessu vori. Við fórum í skemmtilega ferð austur í Ragárvallasýslu. Skoðiðum Lava setrið á Hvolsvelli, lékum okkur í við fossinn Gljúfrabúa, borðum pyslur við Hamragarða,  fórum upp á Stóra-Dímon og enduðum í skemmtilegri sundferð á Hvolsvelli. Súper dagur og vonandi allir kátir.

   

  IMG_5688 IMG_5685 IMG_5684 IMG_5681 IMG_5677 IMG_5676 IMG_5675 IMG_5674 IMG_5678 IMG_5667 IMG_5670 IMG_5669 IMG_5660 IMG_5658 IMG_5655 IMG_5657 IMG_5645 IMG_5640 IMG_5639 IMG_5636 IMG_5634

 • Gróðursetning með skógræktarfélaginu

  Posted on júní 1st, 2018 gudbjorg No comments

  Við skruppum í Kópsvatnsásinn og gróðursettum birkiplöntur. Þetta er samstarfsverkefni  Flúðaskóla og Skógræktarfélags Hrunamanna. Sigga á Fossi og Fjóla í Skollagróf tóku á móti okkur og kenndu okkur rétt vinnubrögð. Að loknu  góðu verki fengum við flott kaffi, hjónbandssælu, alvöru mjólk og fleira gott.

  IMG_5622 IMG_5623 IMG_5624 IMG_5625 IMG_5612 IMG_5613 IMG_5614 IMG_5617 IMG_5618 IMG_5619 IMG_5621

 • Heimsóttum Þjórsárskóla í gær, 3. maí

  Posted on maí 4th, 2018 gudbjorg No comments

  Við fórum í heimsókn í Þjórsárskóla í gær. Þar var góð tilbreyting og gott að kynnast enn frekar komandi bekkjarfélögum. Við gerðum eitt og annað m.a. lærðu krakkarnir stafrófið á táknmáli heyrnarlausra. Í Þjórsárskóla er  heyrnarlaus kennari sem sá um eina kennslustund með okkur. Hann stjórnaði skemmtilegum og lærdómsríkum leik og kenndi öllum að tákna nafnið sitt.31910668_1530711290384666_4604490230219669504_n 31913603_1530711310384664_6494270707973750784_n 31919378_1530711297051332_5494157121782022144_n 31938249_1530710917051370_1680596573798531072_n 31939638_1530711333717995_5354296747352915968_n 31956624_1530710927051369_6621623759679782912_n 31171328_1530711337051328_4470054790327435264_n 31663951_1530710883718040_6353323187127713792_n 31870708_1530710897051372_6762162206365712384_n 31894860_1530710933718035_456215691083644928_n

 • Árshátíð á morgun, 14. mars

  Posted on mars 13th, 2018 gudbjorg 1 comment

  Æfingar gengu vel í dag. Sú viðbeinsbrotna er ekki alveg að massa myndatökuna en hér er eitthvað….Ekki missa af þessari stórskemmtilegu Árshátíð. Allir velkomnir.

  28943021_1482002611922201_1180082891_o 28943472_1482002588588870_1329016499_o 28943477_1482002598588869_791785755_o 29019963_1482002648588864_1129952037_n 22429461_1482002601922202_1518874752_o 28928587_1482002625255533_544836969_o 28942202_1482002568588872_2130072641_o 28942249_1482002631922199_573549438_o 28942369_1482002585255537_1487195605_o 28942943_1482002558588873_812621513_o

 • Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

  Posted on mars 6th, 2018 gudbjorg No comments

  Valdís Una Guðmannsdóttir og Sirui Xiang voru glæsilegir fulltrúar Flúðaskóla á Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fram fór í Kerhólsskóla í dag, þriðjudaginn 6. mars.
  Enn einu sinni kom Flúðaskóli heim með verðlaun en í dag var það Valdís Una sem hreppti þriðja sætið. Innilega til hamingju með flottan árangur!

  28928336_1475079412614521_500551117_o28945106_1475079142614548_1292565303_o

  28768288_1475080162614446_513924523_o28821815_1475079749281154_617196627_o (1)

 • Vikufréttir 2. mars 2018

  Posted on mars 2nd, 2018 gudbjorg No comments

  Í gær fengu krakkarnir í 7. bekk senda gjöf frá landlækni. Þetta var sundpoki sem þeir fengu fyrir að taka þátt í verkefninu „Tóbakslaus bekkur“. Auðvitað stilltum við okkur upp að því tilefni og tókum mynd.IMG_1148

   

  Á þriðjudaginn næsta, 6. mars, verður Stóra upplestrarkeppnin fyrir Uppsveitir Árnessýslu og Flóann haldin á Borg í Grímsnesi klukkan 14:00. Keppendurnir okkar Sirui, Valdís Una og Guðrún Lilja fara fyrir hönd Flúðaskóla.

  Það styttist óðum í Árshátíðina okkar en hún verður haldin miðvikudaginn 14. mars. Við erum komin vel af stað í leiklestri og aðeins farin að sjá fyrir okkur hvernig allt snýr á sviðinu. Leikmynd er að þróast og krakkarnir taka þátt í að mála og skapa hana í verkstæðistímunum. Nú þurfa allir að læra textann sinn utan bókar og vera helst með hann á hreinu á mánudaginn.

 • Upplestrarkeppnin

  Posted on febrúar 23rd, 2018 gudbjorg No comments

  Upplestrarkeppninni lokið og krakkarnir voru FRÁBÆRIR!

   

  Það var guðdómleg stemmning hjá okkur á upplestrarkeppninnií morgun. ALLIR stóðu sig svo vel að kennarinn gat ekki hugsað sér betri nemendur! Við förum stolt í vetrarfrí eftir svona frammistöðu. Til hamingju öll!

  Dómarar voru sko ekki öfundsverðir að þurfa að velja á milli nemenda í dag. Það kom sér vel að þeir voru vanir og gátu nýtt sér reynslu sína. Á endanum voru það þær Sirui Xiang og Valdís Una sem voru valdar áfram sem fulltrúar Flúðaskóla og varamaðurinn okkar er  Guðrún Lilja.939258_1464611933661269_1683709805_o28407240_1464611936994602_830892819_o28460298_1464610690328060_1608150700_o28417702_1464610676994728_1702113554_o28460097_1464610686994727_831686506_o28460649_1464609810328148_763827329_o28461064_1464609790328150_1610193265_o28460264_1464609853661477_181851365_o28342630_1464609846994811_2129507206_o28343263_1464609843661478_1206384463_o28407879_1464609856994810_1171083638_o28460705_1464610666994729_1232486630_o

 • Vikufréttir, 9. febrúar 2018

  Posted on febrúar 9th, 2018 gudbjorg No comments

  Þá er heldur betur viðburðarík vika að baki, verst að það gátu ekki allir notið allra viðburðanna vegna veikinda sem enn hrjá marga bekkjarfélagana. T.d. vantaði 5 nemendur í bekkinn okkar þegar Þjórsárskólakrakkarnir komu í heimsókn, en vonandi fer veikindatörninni að ljúka.

  Þorrablótið hjá miðstiginu gekk vel og þótt strákarnir hafi flutt ágætis „minni kvenna“ þá verður að segjast eins og er að í þetta sinnið slógu stelpurnar alla út þegar þær fluttu „minni karla“. Þær sungu brag sem þær höfðu sjálfar samið og þar kom heldur betur margt fram, tjáðu þær hug sinn bæði á neikvæðan hátt og jákvæðan. Ég sendi ykkur vidio þegar ég er búin að ræða betur við þær.

  27901379_1451599481629181_34735756_o 27901454_1451595548296241_295602516_o 27907407_1451595911629538_1620341933_o 27946056_1451595914962871_156423923_o 27946756_1451594674962995_1256306858_o

  Á nemendaþinginu var rætt um jafnrétti og ýmsum spurningum varðandi það velt upp. Krakkarnir sátu í litlum hópum og  allir nemendur fengu að tjá skoðanir sínar. 10. bekkingar sáum um hópstjórn og  reyndu að fá alla til að leggja fram tillögur um að betrumbæta stöðu kynjanna og jafna rétt fólks. Þótt sumir krakkanna hafi kannski verið feimnir og ekki fundist auðvelt að tjá sig á þinginu þá var þetta góð þjálfun og lærdómsríkt fyrir alla.

  Magnús Stefánsson kom í heimsókn í skólann í gær og var með forvarnarfræðslu fyrir miðstigið annars vegar og elsta stigið, hins vegar. Hann var virkilega flottur og lagði margt afar gott til. Þeir foreldrar sem komust á fyrirlesturinn sem hann hélt fyrir foreldra  eru mér eflaust sammála að þarna var flottur fyrirlesari á ferð og málefnið bráðnauðsynlegt öllum foreldrum.

  Í dag skruppum við út í íþróttahús og fengum kynningu á Lindy hop dansi. Það var hressilegt og skemmtilegt.

  Stóra upplestrarkeppnin hjá okkur í Flúðaskóla verður haldin eftir hálfan mánuð, annað hvort fimmtudaginn 22. eða föstudaginn 23. febrúar. Krakkarnir fengu bæklinginn heim með sér í dag og vita nú hvaða textabút úr sögunni þeir eiga að lesa. Krakkarnir velja einnig eitt ljóðanna aftast í bæklingnum og ég vil biðja foreldra að hjálpa krökkunum við það val. Í keppninni eiga svo krakkarnir einnig að lesa ljóð sem þeir geta valið hvaðan sem er. Í næstu viku legg ég þeim eitthvað efni til en að sjálfsögðu má velja ljóð heima.

  Komin er dagsetning á skíðaferð miðstig en hún er á dagskrá miðvikudaginn 21. mars.